Pick Language

Sigrún Pálsdóttir

sigrún-pálsdóttir

Sigrún Pálsdóttir is a writer and historian. Born in Reykjavík in 1967, she completed a PhD on the history of ideas at the University of Oxford in 2001, after which she was a research fellow and lecturer at the University of Iceland. She worked as the editor of Saga, the principal peer-reviewed journal for Icelandic history, from 2008 to 2016, and she has been a freelance writer since 2007. She first came to prominence as a writer of historical biographies. Her debut in 2010 was the acclaimed Þóra biskups (Thora: A Bishop’s Daughter), followed by Ferðasaga (Uncertain Seas) in 2010, the story of a young couple and their three children who were killed while sailing from New York to Iceland aboard a ship torpedoed by a German submarine in 1944. Her first novel, Kompa (That Little Dark Room), was released in 2016 and her second, Delluferðin, in late 2019. Pálsdóttir’s biographies have been nominated for the Icelandic Literary Prize, the Women’s Literature Prize and the DV Cultural Prize for Literature. Her book Ferðasaga was chosen as the best biography of 2013 by booksellers in Iceland. Kompa, her debut novel, was nominated for the Icelandic Women’s Literature Prize in 2016 and in 2019 was published in the US by Open Letter (University of Rochester’s literary translation press) under the title History. A Mess.

 

  • EUPL Year: 
    2021
  • EUPL Country: 

Winning Book

Delluferðin (Runaround)

'Delluferðin (Runaround, 2019)' is a tragicomic tale about the preservation of a cultural treasure in 19th century Iceland and New York. The protagonist is a girl, Sigurlína Brandsdóttir, who looks after the family home for her father and brother in Reykjavík at the end of the 19th century. Her father is in charge of an archaeological museum located in the Parliament House and, in addition to taking care of their home, Sigurlína is her father’s right hand in his work. Through a series of coincidences, she finds herself escaping to New York, where adventures await – adventures so extraordinary that the story might be said to switch genres, from historical novel to crime fiction.

delluferðin

Publishing House

Email Address: 
Organisation: 
Forlagið útgáfa (JPV)

Agent / Rights Director

Email Address: 
Representative: 
Valgerður Benediktsdóttir

Excerpt

Burgdorf. Riverside Drive

Bestiary. Yfir hundrað dýramyndir á ensku skinnhandriti frá miðri 12. öld. Hann tekur bókina varlega úr pakkanum, og af öryggi fagmannsins, en innra með honum bærist spenna og eftirvænting sem hann fær aldrei nóg af. Það er drifkraftur hljóðrar og einmanalegrar tilveru hins þýskættaða Franz W. Hoffmann, eiganda stærsta bóka- og handritasafns á Nýja Englandi, eins ríkasta meðlims hins auðuga samfélags á Manhattan. Fræðimaður á sviði evrópskrar miðaldasögu þótt ástríða hans hafi í seinni tíð beinst meira að þörfinni fyrir að komast yfir gamlar bækur og handrit sem geyma þá sögu en að sögunni sjálfri. Hoffmann leggur handritið á stórt borð fyrir miðju herbergisins. Nei, annars, þessi vistarvera er fremur salur, kannski hundrað fermetrar, og tvær hæðir með pallinum sem liggur meðfram veggjunum fjórum og sums staðar inn í skúmaskot þar sem líka leynast bækur, bækur sem enginn hefur lengur tölu á nema þær voldugu aðfangaskrár sem hann heldur og liggja innbundnar á borðinu sem hann stendur við á meðan hann virðir fyrir sér fenginn. Það er komið fram yfir miðnætti en hér inni er nánast enginn munur á nóttu og degi; þetta er gluggalaust gímald, hvelfing smágerðra lágmynda og flúrs kringum fresku í loftinu sem sækir innblástur í germanska goðafræði. Og þarna dvelur Hoffmann átján tíma á sólarhring og nærir sína göfugu brjálsemi á milli þess sem hann strýkur þessu safni sínu, meðalmaður á hæð, nokkuð stórgerður en grannvaxinn, næstum því horaður, gráleitt hárið greitt þunnt aftur í hnakka og skeggið í sama lit, bæði gróft og þykkt svo það þekur öll svipbrigði neðan við mjótt og bogið nefið. Augun eru ljós og standa innarlega eins og þau hafi séð allt sem þau vilja líta. Hoffmann er sjötugur.

Í forstofunni framan við bókasalinn standa nokkrir mannhæðaháir grískir guðir úr marmara og þaðan liggur kalksteinsstiginn upp á aðra hæð hússins.  Þar eru ótal vistarverur en í einni þeirra býr Hermine, rúmföst móðir Hoffmanns. Hún er á tíræðisaldri og hefur nú legið í þessari himnasæng í meira en ár, með reglulegum tilfærslum reyndar. Í herberginu eru tveir gólfsíðir gluggar sitthvorum megin við stórt eldstæði með íburðarmikilli steinumgjörð. Allt er hér í anda Lúðvíks sextánda nema kannski Kaspar vitringur, mannhæðarhár og skorinn í tré með gyllingu í treyju sinni. Hann er márískur, kemur úr miðaldaklaustri í Baden Baden og hefur fylgt fjölskyldu Hermine um langan aldur. Og nú stendur hann í horninu við hliðina á rúminu hennar, vakir yfir henni á milli heimsókna tveggja þjóna hússins og læknis sem vitjar gömlu konunnar einu sinni í viku. Hoffmann sest líka alltaf hjá móður sinni fyrir svefninn, en í kvöld gleymdi hann sér yfir nýja handritinu svo Hermine lognaðist út af ein eftir að stúlkan hafði sinnt henni samkvæmt venju. 

Þetta er þá allt og sumt sem gengur á í þessu rúmlega fimmtíu herbergja húsi sem stendur við ána Hudson, langt frá stórhýsum hinna auðugu borgarbúa. Hoffmann lét reisa húsið skömmu eftir að faðir hans lést, og nefndi eftir fæðingarbæ hans, en staðsetningin varð eins konar yfirlýsing um afstöðu hans til þess samfélags sem hann vissulega tilheyrði, hópi hinna ofurríku sem byggt höfðu hallir sínar við breiðgötur austan megin við Central Park af taumlausum hégóma og mikillæti. Við þetta fólk hafði hann ekki lengur nein samskipti og flestir þeir sem Hermine hafði kynnst eftir komuna til New York frá Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum, stálframleiðandanum Hoffmann eldri, um miðbik aldarinnar, voru nú dauðir. En afkomendur þeirra voru nú orðnir margfalt ríkari en forfeðurnir og lífsstíll þeirra í samræmi við auðinn. Ekki síst þeirra nýju meðlima sem bæst höfðu í hópinn við kynslóðaskil.

 Auðsöfnun í þessari miklu fjármálamiðstöð sem New York- borg er bæði nærir og reiðir sig á nýja tegund lifnaðarhátta sem síaukin verksmiðjuframleiðsla gerir mögulega. Öll eru þessi ósköp knúin áfram af gífurlegri fólksfjölgun; þjóðflutningum. Síðan Hoffmann-fjölskyldan settist að á Manhattan hefur íbúafjöldi svæðisins nærri því þrefaldast. Á venjulegum degi stíga meira en sjö þúsund aðkomumenn á land á Ellis Island, nærri strandlengju New Jersey, inn í nýbyggða landamærabygginguna.  Skipin fylla höfnina, önnur nálgast land. Eitt þeirra hefur lent í stormi úti fyrir ströndum Nova Scotia og ferðast nú upp úr tíu metra djúpum öldudalnum og þaðan aftur niður. Buchanan, níu þúsund tonna gufuskip frá Glasgow. Skipið hefur siglt í rúma sjö daga með um eitt þúsund farþega innanborðs, fólk af ólíkum þjóðum, sem nú veltist um í vistarverum sínum; inni í setustofum fyrsta farrýmis, inni í þröngum svefnrýmum neðanþilja. Og á öðru farrými, í fjögurra manna káetu, liggur ung kona og er þungt haldin. Hún liggur í efri koju og heldur dauðahaldi í rimla. 

Þetta er Sigurlína, langt að komin. Hún hefur verið um það bil fjórar vikur á ferð frá því hún lagði af stað frá Reykjavík, morguninn eftir grímudansleikinn. Það örlagaríka samkvæmi. Og allt hafði það gerst á ógnarhraða eftir að hún fann sendibréf eitt á skrifborði föður síns: Þaut aftur upp til sín, rótaði þar í dóti og drasli, horfði píreygð út um herbergisgluggann sinn, út í myrkrið sem var flæðarmálið og hrópaði upp yfir sig „James!“ og aftur það nafn örlítið lægra þegar hún dró fram koffortið sitt og setti þar næstum því allt sem hún átti; föt, nokkrar bækur, tvær enskar skáldsögur, ljósmyndir, dálítið af hannyrðum og kistilinn sinn með peningum, sendibréfum og nælunni gömlu á botninum, fjandans nælunni sem hún sat uppi með og varð að koma fyrir einhvers staðar, helst að láta hverfa, fela í fjörunni, kasta í sjóinn, já, kasta í sjóinn, þvílík hugmynd, svo hún byrjaði að hafa sig til, fara í ferðafötin, röndótta kjólinn sem hún keypti í fyrra og svarta jakkann sem hún hafði saumað sér og hafði ekki enn notað og var búin að hneppa að sér þegar hún hné niður á rúmgaflinn buguð af hamslausum hugsunum sínum og geggjuðum ákvörðunum, hreyfingunum sem þær ákvarðanir útheimtu en herti upp hugann og sneri sér við til að ná í myndina af móður sinni sem hékk á veggnum og hún setti í kjöltu sína þegar klukkan niðri í stofu sló fjögur en þá lagðist hún aftur en sleppti ekki myndinni heldur hafði hana á brjóstinu og höndina þar ofan á þangað til hún vaknaði við umgang niðri, bróður sinn að fara á fætur og út úr húsi með hurðaskelli svo hún hrökk upp og byrjaði að hafa sig til í annað sinn, ringluð en ákveðin, og setti myndina af móður sinni ofan í koffortið og lokaði áður en hún ýtti því út úr herberginu og að stiganum, örlítið fram af pallinum en þó aðeins of langt svo kistan steyptist með látum niður snarbrattan stigann og skall í trégólfið með svo miklum hvelli að hún æpti upp yfir sig og fór inn á skrifstofu föður síns og út í glugga til að athuga hvort lætin hefðu nokkuð vakið bæjarbúa en þegar hún sá enga hreyfingu í næstu húsum settist hún við skrifborðið og skrifaði föður sínum lítið bréf, lagði það ofan á trékassa sem stóð á borðplötuhorninu, og fór að því búnu inn í búr og tók til nesti; tvær sneiðar af saltkjöti, hálfan kepp af lifrarpylsu, heila jólaköku, örlítinn ostbita og allt brauðið sem eftir var þegar klukkan sló átta, og þá vissi hún að nú væri stundin runnin upp svo hún fór út fyrir og kallaði á tvo drengi sem stóðu aðgerðarlausir neðar í götunni og bað þá um að hjálpa sér með farangurinn niður á Geirsbryggju þar sem bátur lagði að en sá sem reri – hún kannaðist ekki við hann – spurði einskis þegar hún bað hann um að ferja sig út í höfnina þar sem James, sauðaskipið, lá við akkeri með skipstjórann uppi á þiljum hristandi höfuðið og segjast ekki hafa neitt pláss fyrir kvenmann á sínu skipi og Sigurlínu niðri í bátnum að heimta að fá að klifra um borð og gera grein fyrir erindi sínu til Skotlands og hinum stutta aðdraganda ferðarinnar, og af þvílíkum ákafa og örvæntingu að kapteinninn gat ekki fallist á annað en að hleypa henni um borð og hlusta þar á flókna og óskiljanlegu sögu þessarar ungu og smágerðu konu með peningaseðla í annarri hendinni sem endaði með því að skipstjórinn féllst á að skrá hana á skipið og vísaði henni á ofurlitla káetu við hlið sinnar eigin með þeim orðum að hún yrði að gera sér það að góðu, það væri annaðhvort þessi gluggalausa kompa eða lestin full af sauðfé og hrossum, og þegar Sigurlína skreið inn fyrir var koffortið hennar híft upp í skipið en í landi var sagan um þessa skyndilegu brottför dóttur hans Brands Jónssonar um það bil að leggja af stað í ferð sína um bæinn, frá fjöruborðinu þar sem sést hafði til hennar fara með farangurinn og þaðan inn eftir götum bæjarins þar sem fólk horfði spyrjandi út í loftið eða greip andann á lofti, fullvisst um að eitthvað hlyti að hafa komið upp á og töldu hana varla örugga um borð í þessu skipi sem þá var um það bil að létta akkerum sínum og taka stefnuna í átt suður undan vaxandi norðanvindi, hefja sjö daga siglingu sína til Skotlands með Sigurlínu húkandi í þessari agnarsmáu kytru, að lesa Scott og Dickens og svo aftur Scott, sofna við jarmið í kindunum, hneggið í hestunum, vakna upp um nætur, líða einkennilega og illa og hugsa: „Hvað hef ég gert?“, borða svo ost, lifrarpylsu, brauð, jólaköku og saltkjöt og drekka kaffið sem matsveinninn færði henni einu sinni á dag, og voru það nánast einu samskipti hennar við áhöfnina því hún hætti sér varla út fyrir dyr utan nokkur skipti þegar hún staulaðist upp á dekk en þá var þunga loftið í káetunni, sem var frekar geymsla en eiginleg káeta, að gera út af við hana svo hún varð næstum því ringluð við að anda að sér sjávarloftinu við borðstokkinn og átti erfitt með að taka undir kveðju skipstjórans sem horfði á hana þannig að hún hugsaði með sér að kannski hefði hún misst vitið en hann kvaddi hana þó þannig við komuna til Leith að hún steig keik upp í vagninn áleiðis til Edinborgar, og þóttist góð þegar hún hafði rétt eklinum fyrir utan stöðina tveggja ára gamalt umslag með heimilisfangi Páls og Kristínar og brunaði af stað inn þröngar götur borgarinnar í átt að húsinu sem leit auðvitað allt öðruvísi út en hún hafði gert sér í hugarlund, og var reyndar ekki heimili þeirra lengur samkvæmt ungfrúnni sem kom til dyra og benti neðar í götuna þar sem önnur kona benti ofar í götuna og þar fram eftir götunum þar til  vagninn var kominn í allt aðra götu, að fremur hrörlegu húsi þar sem enginn kom til dyra fyrr en Sigurlína hafði gengið baka til, niður stiga og bankað þar á svarta hurð sem opnaðist hægt og rólega eftir að hún hafði látið höggin dynja á henni í geðshræringu þeirrar sem vafrar ein um í myrkri í ókunnu landi og þá var eins og hún brotnaði saman við að sjá íslenskan vin sinn, tók ekki eftir ástandi hans, hversu veikburða hann var, tók ekki eftir því fyrr en hún var komin inn fyrir og hafði heyrt sorgarsögu mannsins um hvernig kona hans, hún Kristín, hefði hlaupist á brott með enskum manni og héldi nú til í London að hann best vissi, hann hefði ekki heyrt af henni í marga mánuði, hefði í raun verið hér að mestu einn og það mátti lesa úr augum hans hversu glaður hann var að sjá samlanda sinn eftir alla þessa einveru, það var eins og hann hresstist allur við þegar hann hafði lokið við sögu sína og áttað sig á því að hann væri ekki lengur einn, hann stökk á fætur og lagaði kaffi og þótti nokkuð til um áætlun ungu vinkonu sinnar, og já, auðvitað ætlaði hann að hjálpa henni með allt það sem þurfti til að komast um borð í Buchanan frá Glasgow til New York eftir um það bil viku.  

Og sú ferð hafði gengið eins og í sögu þar til nú. Þær liggja fjórar í kojum sínum og nú getur Sigurlína ekki meira. Hún þarf út á dekk. Gangurinn fyrir framan káetuna er fullur af farþegum svo hún ætlar upp hinum megin en þá er hún komin inn á gang sem hún hefur ekki farið áður. Hún fálmar í myrkrinu þar til hún kemur að stiga en þar fyrir ofan er hún villt. Hún er lengi á göngu á göngum, fer annan stiga og einn til viðbótar þar til hún finnur leið út á háþiljur. Fyrst vill hurðin ekki opnast en er svo skyndilega rifin upp og um leið fellur Sigurlína fram fyrir sig og sjór yfir hana alla með miklum krafti. Hún liggur hálf í dyrunum og ætlar að rísa á fætur þegar önnur aldan skellur á skipið svo hún er aftur komin niður, er á kafi og rennur eftir þilfarinu með skrokknum niður í öldudalinn en nær að grípa í rekkverkið áður en hún fer fram af og niður á dekkið. Hún nær að koma sér aftur upp á pallinn, og þegar skipið heldur upp úr aftur liggur hún á maganum með pilsið út um allt, og horfir yfir skipið, á farþegana sem kúra þar saman í einum hnapp og gleypa sjó, halda sér í stólpa og staura, hvaðeina sem heldur þeim um borð. Þegar skipið réttir úr sér á ný sleppir hún takinu eitt augnablik, stingur annarri hendinni ofan í utanávasann á rennblautu pilsinu. Hún þreifar eftir því sem hún má ekki týna, með aðra höndina smáa og snjóhvíta kreppta um staurinn á stigahandriðinu, þéttir takið þegar skipið þeytist upp með öldunni eina ferðina enn og finnur þá loksins það sem hún leitar að. Það er sendibréf stílað á Brand Jónsson, director of The Antiquarian Collection, og dagsett snemma hausts þetta ár. Bréf í umslagi með nafni og heimilisfangi sendanda skrifað á flipann sem lokar því aftur: dr. Franz W. Hoffmann. Burgdorf. Riverside Drive. New York City.